Miðvikudagar

Eins og fram kemur í frétt hér að framan hafa hinir vikulegu miðvikudagsfundir verið fluttir í matsölu Íþróttasambands Íslands við hliðina á Laugardalshöllinni. Þessir miðvikudagsfundir hafa verið í gangi í einhverja áratugi (a.m.k. tvo), fyrst voru þeir í matsölu Tæknigarðs þar sem Sverrir sá um matseld. Þegar Sverrir hætti með matsöluna í byrjun 10. áratugs síðustu aldar voru fundirnir fluttir á Catalínu í Kópavogi og hafa verið þar síðan. Á þessum fundum ber margt á góma, aðalllega er rætt um málefni tengd flugi en oft fara einnig fram fjörug skoðanaskipti um þau mál sem efst eru á baugi í þjóðfélaginu.  

 
 Hér má sjá mynd frá fyrsta fyrsta miðvikudagsfundinum á nýja staðnum. Maturinn þótti ágætur og voru menn sammálla um að verðinu væri stillt í hóf.