Frídagur verzlunarmanna

Þennan dag var lélegt fyrripartinn, en batnaði þegar á leið. L-ið fór í þrjú spiltog sem gáfu ekkert. Ingólfur Ingólfss. fór svo í flugtog og flaug þá í 1:10 og hefði getað verið lengur. Tvö kennsluflug á C-ið á spili, stutt að vanda. Fimm flug voru farinn á S-ið og voru þau hvert um sig ca 30 mín. Voru það kynningaflug og þar á meðal var gamla kempan Axel Sölvason og sonarsonur hans Axel Sölvason Axelsson, voru báðir himinlifandi yfir fluginu. Að lokum X-ið var í rúma 3 tíma í tveimur flugum. Voru þar kempurnar Einar Björnsson SFA og Skúli A. Sigurðsson sem skiptu nokkuð jafnt á milli sín tímanum. 13 svifflug voru farin þennan eftirmiddag og síðustu flugum lokið kl. 18:30. Og þegar búið var að ganga frá var komin bullandi kvöldtermik, sem engin nýtti.

Þ.I.