Spennan magnast

Fyrsti keppnisdagur Íslandsmóts er að öllum líkindum á morgun, miðvikudag. Seinni partinn í dag verður flogið á öllum vélum austur en veðurspáin lofar góðu. Menn krossa tær og fingur og vona að veðrið setji ekki strik í reikninginn. Alls eru 8 keppendur skráðir. Hægt verður að fylgjast með keppendum á tölvuskjá á Hellu. Þar verður líka mótorsvifflugan og eins svifflugan SAC fyrir þá sem vilja fljúga. Síðan má minna á flughátíð um helgina, Allt sem getur flogið og það er nú ýmislegt. Minna má á að talstöðvartíðnin á Helluflugvelli er 122.6 á meðan á mótinu stendur. Hlustað verður á 118.1.

Þá er bara að drífa sig austur.

KS/ritstj.