Vikan 13. til 19. ágúst.

Þessa viku voru þrír flugdagar, einkum rigning og suðaustanátt komu í veg fyrir flug. Fimmtudagurinn var eini alvöru flugdagurinn en var þó ekki ýkja merkilegur. TF-SAS flaug fjögur flug sem voru yfir 20 mínútur en í öll þau flug fór allmikill mótortími. TF-SAC flaug 7 stutt flug sem voru flest kennsluflug. Á föstudeginum voru flogin tvö kennsluflug en á laugardeginum voru flogin þrjú flug sem voru öll alvöru flug, 0:50, 1:45 og 1:50. Daníel H Snorrason flaug flest kennsluflugin en hann hafði með sér tvo starfsmenn sem stóðu sig mjög vel og munu örugglega verða liðtækir svifflugmenn í framtíðinni.

 
Þetta er nokkuð dæmigert fyrir það sem var að sjá í Harðarskála fyrri hluta vikunnar: