Flugtog næstu daga

Skrifað 13. ágúst 2007 af Friðjóni Bjarnasyni.


Togvélin okkar hún Unna Gunna hefur verið úr leik síðan 1. ágúst vegna þess að hún þarf að fara í ársskoðun. Mér sýnist menn hafa allar klær úti til að koma henni aftur í gagnið. Á meðan hefur Gunnar Arthursson af sínum alkunna öðlingsskap hlaupið undir bagga og ætlar að að hafa TF-TOG staðsett á Sandskeiði næstu daga.  
 Veðurspá vikunnar lofar góðu og nokkur hópur manna hefur lýst áhuga á að nýta sér þessi væntanlegu skilyrði til svifflugs með því að mæta snemma á Sandskeið næstu daga. Ásgeir Bjarnason hefur lýst því yfir að hann muni örugglega mæta snemma þannig ef menn vilja stilla saman strengi sína má hafa samband við hann í síma 899 2790.