Vikuna 26. júlí til 1. ágúst var Kalli startstjóri. Undirritaður var fjarverandi þessa viku og hefur einungis loggið til upplýsinga um flug vikunnar. Samkvæmt því voru voru aðallega flogin kennslu- og kynningarflug. Vikuna 2. til 8. ágúst átti Ída að vera startstjóri en af óviðráðanlegum ástæðum gat hún ekki mætt svo Kalli ásamt undirrituðum hlupu í skarðið. Þessi vika var heldur ekki neitt sérstök, þó voru flogin 13 flug á sunnudeginum. Síðast en ekki síst skal nefnt sólóið hennar Guðrúnar Helgu á föstudagskvöldið, til hamingju með það.
Hér kemur mynd af Eyjólfi að fara í fyrsta flug á TF-SAL eftir skoðun. Reynir baðar út höndum af óþekktri ástæðu. Líklegast er hann að útskýra einhver flugtæknileg atriði fyrir Eyjólfi, enda maðurinn kominn með sóló.
Bestu kveðjur,
Friðjón.