Vikan 31. maí - 6. júní

Fyrsta starfsvika sumarsins, 31. maí til 6. Júní er að baki. Flugdagar voru þrír. 2. júní brast á blíðskaparveður og mætti harðkjarni snemma til leiks. Stefán Sigurðsson fór í loftið fyrir hádegi og sveif 300 km. þríhyrning. Hann var tæpa 5 tíma á lofti. Ágætur dagur og var Daníel H. Sigurðsson tekinn út sem kennari. Að loknum vel heppnuðum Flugdegi á Reykjavíkurflugvelli, héldu menn og flygildi á Sandskeið og hófu starfsemi. Með Kristjáni formanni fór nýútgengin gæs með tilheyrandi trakteringum. Myndarlegt píknager fagnaði vel á Sandskeiði. Á sunndag var fremur rólegt, en ágætur dagur. Kalli Norðdal fór fyrsta flug sumarsin á TF- SBS. Ryk og aska er nokkuð til ama eftir þurrkinn undanfarið.
 
Kveðja,
Hallgrímur