Punktakerfi

Punktakerfi vegna sjálfboðavinnu

SFÍ er áhugamannafélag um svifflug. Mörg verkefni þarf að vinna til að halda félaginu gangandi. Bæði verkefni sem tengjast viðhaldi véla og tækja svo og flugstarfseminni á sumrin.

Til að hvetja félagsmenn til að starfa fyrir félagið hefur verið innleitt svokallað punktakerfi sem veitir félagsmönnum afslátt af hluta fluggjalda fyrir að vinna fyrir félagið. Afslætti þessum má líkja við punkta sem fólk getur áunnið sér með notkun kreditkorta eða með „aukakrónum“ sem bankar bjóða fyrir viðskipti.

Í því ljósi gilda eftirfarandi reglur um punktaávinnslu:
Vinnustund 2 punktar.
Kennsla 1 punktur.
Startstjóri 0,25 punktar.
Spilstjóri 0,75 punktar.

Félagsmenn skulu skrá á þar til gert eyðublað vinnustundir. Þar komi fram dagsetning, verkefni sem unnið var og fjöldi stunda. Til að punktar skv. vinnuskýrslum teljist gildir skal skýrsla staðfest af stjórnarmanni SFÍ eða kennara SFÍ.

Vinnuskýrslum skal skilað til gjaldkera innan 2 mánaða frá því að þeir voru unnir. Öllum vinnuskýrslum hvers árs skal skila til gjaldkera fyrir lok árs og fellur niður það sem gjaldkera hefur ekki borist fyrir áramót

Punktar aðrir en vinnupunktar eru færðir á félagsmenn skv. flugskrá (loggi).

Enginn félagsmaður getur áunnið sér meira en 600 punkta á ári. Punktar umfram það falla niður.

Reglur þessar voru samþykktar af stjórn SFÍ á stjórnarfundi 21. apríl 2020 og gilda fyrir árið 2020.