Saga svifflugfélags Íslands

Hin langa saga Svifflugfélags Íslands er hér skrifuð og er aðalega rætt um fyrstu áhrifaríku ár félagsins en þó stiklað á stóru yfir stæðstu atburði seinni ára og helstu svifflugur félagsins.

Svifflugfélag Íslands var stofnað 10 ágúst 1936.

Aðalhvatamaður var Agnar Kofoed-Hansen ( flugpabbi ).Agnar Kofoed-Hansen 2

Stuttu fyrir komuna heim til Íslands, eftir flugnám í Danmörku hafði honum verið boðið til Lundby, þar var flugvöllur þar sem æft var svif og renniflug. Á þeim degi sem hann var þar, tók hann A og B próf í svifflugi. Þarna var hópur af æskufólki og sú hugsun fæddist, að þarna væri leiðin til að kynna flug á Íslandi, kynna svifflug fyrir æsku landsins. Og þar sem öll starfsemi í svifflugfélögum var í sjálfboðavinna gat þetta gengið upp því að enn var kreppa og lítið um peninga á Íslandi.

Veturinn 1937, þann 31 jan var svo fyrsta svifflugsæfingin í Vatnsmýrini flogin voru 10 flug og tók flugæfingin 4 kls.

Indriði BaldurssonVar notuð nýsmíðuð Northop rennifluga bræðrana Geirs og Indriða Baldurssona.

Ný rennifluga Svifflugfélagsins Grunau 9 var svo tilbúinn 15 júní 1937. Hún hafði verið smíðuð um veturinn undir stjórn þeirra Geirs og Indriða.

Voru svifflugæfinar á ýmsum stöðum um sumarið,svo sem á Kjóavöllum í Vatnsendalandi í Kópavogi, Móum á Kjalarnesi og við Sauðafell á Mosfellsheiði.

Og um haustið er flugbraut á Sandskeiði við Vífilsfell komið í nokun og hefur félgið verið þar síðan.

Geir Baldursson1938 var samkomulag við þjóðverja um að hingað kæmi svifflugleiðangur og var kostnaði skipt þannig að Svifflugfélagið greiddi ferðir og uppihald en þjóðverjar sköffuðu dráttarflugvél og svifflugur.

Til að taka á móti og til að hýsa flugtæki vantaði allt.

Sótti Sviflugfélagið til Seltjarnarhrepps að á fá leyfi til að gera flugsvæði og að byggja flugskýli á Sandskeiði í afrétti hreppsins.

Á fundi hreppsnefndar 5 maí 1938 var samþykkt erindi Svifflugfélagsins. Á þessum tíma var Kópavogur ekki til sem sjálfstætt hreppsfélag, var hluti af Seltjarnarneshreppi.

Umráðasvæði Sviflugfélags Íslands var skilgreint með hnitum 1993 og sú skilgreining samþykkt í bæjarstjórnum Seltjarnarnesbæjar og Kópavogsbæjar það sama ár sem umráðasvæði félagsins.

Við byggingu fyrstu rafstöfðar í Sogi Ljósafossvirkunar var meðal annars reist verkstæðis hús 8 x 20 metrar, var það keypt. Fóru 25 félagar austur til að rífa það, það svo endurreist á Sandskeið. Kaupverð var 2900 kr. og fékkst þannig, 1000 kr. styrkur frá bæjarsjóði Reykjavíkur ásamt hagstæðu láni frá velunnara (Albert Jóhannesson) félagsins 1200 kr. "Víkjandi lán", og styrkur frá Flugmálafélagi Íslands kr. 700. Var þar komið glæsilegt Flugskýli sem stendur enn og nýtist vel.

 

Flugsýning sem haldin var á vegum Svifflugfélagsins og Þýsk-Íslenska svifflugleiðangursins var fyrsta flugsýning á Íslandi og var frábærlega vel heppnuð, komu þúsundir manna frá Reykjavík og nágrenni. Var komið á öllum tiltækum faratækum bodýbílum, hestvögnum, drossíum og ríðandi. Ef skoðuð eru dagblöð frá þessum tíma er greinilegt að þetta hefur verið stórviðburður og félagið á stórmerkilega kvikmynd af þessu atburði .

Næsta ár komu líka þýskir gestir og voru með vélflugu og svifflugur, þegar sá leiðangur fór hafði Flugmálafélag Íslands keypt vélfluguna Klemmin TF-SUX og Grunau Baby D4-874 varð eftir hjá Svifflugfélaginu.

Við hernám Breta og síðar hersetu Bandríkjamanna var Sandskeið tekið undir skotæfingasvæði og var Sandskeiðið nánast allt sundur skotið.

Og en þann dag í dag má sjá sprengjugíg á Sandskeiði rétt utan við girðingu á norðurenda Norður/Suðurbrautar.

Bretar höfðu órökstuddan grun um að félagar í Svifflugfélaginu væru hallir undir stjórnvöld í Þýskalandi. Voru þess vegna ekkert vinsamlegir gagnvart Svifflugfélaginu varðandi svifflug og var sagt að þeir hefðu grun um að Sandskeið væri hugsamlegur flugvöllur Þjóðverja.

Haldið áfram uppbyggingu á Sandskeiði, og var 1944 keypt bogaskemma "Bragginn" sem stóð á Geithálsi ofan Reykjavíkur, var skemman tekin niður og sett upp á Sandskeiði og er í dag nýtt sem véla- og vagnageymsla.

Svifflugukaup voru efst á óskalista félagsins og var að lokinni heimstyrjöld horft til Ameríku varðandi kaup og Svíþjóðar.

Voru keyptar 4 svifflugur allar tvísætur frá Bandaríkjunum ,Schweizer TF-SAF sem eru nú í vörslu Flugsögufélags Íslands. Tvær Pratt Read og Laister-Kaufmann. Á þessum tíma var flogið þó nokkuð frá Reykjavíkurflugvelli. Auk þess var keypt frá Svíþjóð Fi1 listsviffluga sem Svifflugfélagið lét sænskt svifflugsafn hafa ekki löngu fyrir aldamótin 2000 og gerðu þeir hana upp og hefur íslenska skrásetningu TF-SDR.

Nokkrir félagar, Sigurður H og nokkrir mynduðu hóp sem síðar var kallaður Olympiudeildin þeir keyptu frá Englandi Eon Olympiu TF-SDB, sem er nú á Akureyri eign SFA TF-SBB. Auk þess keypti hópurinn þrjú loftbelgjaspil sem var breytt og þau notuð til að draga á loft svifflugur, eitt fór norður hin voru notuð hér fyrir sunnan.

Kennsluvélin Rhönlerche II TF-SAT keypt 1961 til kennslu og síðar Schleicher K7 eða um 1980 TF-SAB

Blanik L-13 TF-SAP var keypt 1966 og var fengin ríkisábyrð vegna kaupana.

Var vélin síðar seld Marvini Friðrikssyni og hann gerði hana upp í félagi við hópinn sem stendur að Geitamel og er vélin staðsett þar í góðu standi.

Á árunum 1967 til 1980 keyptar, K-8. TF- SAR og TF-SAM TF-SAV, K-6 TF-SAO og TF-SAS og K-6E TF-SAE.

TF TUG "Piper PA-25-235 Pawnee" keypt af Landgræðslunni 1980 og hefur verið notuð síðan til að draga svifflugur á loft.

1976 var Mótorsvifflugan TF-SAA, SF-28 Tandem Falke keypt til að rannsaka svifflugskilyrði ,

1995 kemur TF-SAC, ASK-21 plast-tvísessa og árið 2003 kemur ný mótorsviffluga Super Dimona TF-SAA í stað Tandem Falke sem var seldur til Ameríku og um leið var seld TF-SAS K6.

TF-SAL. LS-4 er fyrsta plast-einsessa félagsins er keypt frá Sviss 1999.

TF-SAS, Duo Discus T tvísessa var keypt 2006. T-ið stendur fyrir turbo,sem er hjálparvél til að bæta við hæð, þegar svifflugan er á lofti.

1976 var Harðarskáli tekinn í notkun og borað fyrir vatni í skálan sú hola dugði venjulega fram að verslunarmannahelgi. Var síðar boruð dýpri hola rétt hjá þeirri gömlu og er hún notuð í dag.

Flugskýli nokkuð stórt 24 x30 metrar var byggt 1989, sem hefur verið félagsmönnum til mikila þæginda, hægt að hafa svifflugur samsettar og tilbúnar.

Flugbrautir hafa verið ræktaðar upp og síðar var gerð þverbraut sem liggur norður/suður og sunnan við hana gert öryggissvæði borin er áburður árlega á flugbrautir, áður með flugvél en nú með traktor félagsins.

Flugbrautin Austur/Vestur er 1300 metra löng en hún var lengd um 300 metra til austurs fyrir nokkrum árum.

Flugbrautin Norður/Suður er í heild 850 metra plús örygggissvæði við suðurenda, en nýr vesturendi vélflugbrautar er rétt við brautina.

Vélflugbrautin var færð til austurs og hækkuð árið 2007, þetta var gert samkvæmt samningi milli Svifflugfélagsins og Samgöngustofu. 

Árið 2000 hófst samstarf við félagskapinn Gróður fyrir land í Landnámi Ingólfs um uppgræðslu á Sandskeiði og hefur það verið farsælt.

Hefur á þeirra vegum komið mikið af húsdýraáburði sem hefur verið sett á svæði utan flugbrauta, gróðursett hefur verið hellingur af trjáplöntum. Hölmur hafa verið settar á að tað úr hesthúsum  höfuðborgarsvæðisins sé borið á Sandskeið.

Ástæða er að hey allstaðar að af landinu er notað í hesthúsum, og þar með hugsanlega af riðusvæðum. Rollur með lömb hafa verið að komast inn á Sandskeið, þó það sé í litlum mæli nú orðið, enda á svæðið að vera fjárfrítt frá 2000 að ég held eða fyrr.

Vegna staðsetningar Sandskeiðs við enda Bláfjalla, sem eru vatnasvæði Reykjavíkur er mikil viðkvæmni varðandi nánast allt sem við gerum og notum á Sandskeiði t.d. öryggisgryfja vökvaheld þarf að vera umhverfis bensintank félagsins og áburður lífræn eða verksmiðjuframleiðsla, þarf að vera notaður í hófi.