TF-SAA
Gerð Super Dimona
Vænghaf 16,33m
Lengd 7,28m
Hámarkshraði 261km
Svifhorn 27
Er af gerðinni Ferðavélsviffluga (Touring Motor Glider / TMG) og er oft nefnd af félagsmönnum ,,Dímona” eða ,,Alfreð Alfreð” sem hefur verið mjög vinsæl meðal félagsmanna enda er þetta einstaklega öflug vél, vélin er búin 115 hestafla mótor með túrbínu sem gerir að verkum að hún jafnast á við bestu einkavélar hvað varðar mótorflug ásamt því að hægt er að drepa á hreyflinum og svífa á við gamla meðalgóða svifflugu. Vélin er tveggja sæta og því oft notuð til að taka með gesti. Þegar ekki viðrar vel til svifflugs er hægt að æfa sig á Dímonunni til að nýta daginn.
TF-SAC
Gerð ASK 21
Vænghaf 17m
Lengd 8,35m
Hámarkshraði 280km
Svifhorn 34
Hún var keypt ný frá Alexander Schleicher í Þýskalandi 1995. Hún er tveggja sæta og mikið notuð í kynningar- og kennsluflug. Þá hafa félagsmenn einnig nýtt hana þegar þeir flúga með sína gesti. Leyfilegt er að fljúga listflug á þessari svifflugu og hafa sumir félagsmenn nýtt sér það.
TF-SAL
Gerð LS-4
Vænghaf 15m
Lengd 6,84m
Hámarkshraði 270km
Svifhorn 40
Þessi sviffluga var keypt notuð frá Segelfluggruppe Lenzburg í Sviss, árið 1999. Hún er einsæta af gerðinni LS-4 og er framleidd af Rolladen-Schneider í Þýskalandi árið 1982.
TF-STK
Gerð LS-4
Vænghaf 15m
Lengd 6,84m
Hámarkshraði 270km
Svifhorn 40
Þessi sviffluga var keypt notuð frá Sigmundi Andréssyni 2020. Hún er einsæta af gerðinni LS-4 og er framleidd af Rolladen-Schneider í Þýskalandi.
TF-SAX
Gerð LS-8
Vænghaf 18m
Lengd 6,72m
Hámarkshraði 280km
Svifhorn 48
Þessi sviffluga var keypt notuð og var smíðuð hjá Rolladen-Schneider árið 2000 og þetta er tvímælalaust langbesta sviffluga félagsins.
LS-8 var meðal bestu keppnissviffluga um síðustu aldamót.
TF-SAS
Gerð Duo Discus Turbo
Vænghaf 20m
Lengd 8,62m
Hámarkshraði 250km
Svifhorn 45
Hún var keypt notuð frá Þýskalandi 2006 í mjög góðu ástandi og lítur út eins og ný. Hún er tveggja sæta og hefur gríðarlega góða útflugseiginleika. Hún er með lítinn mótor sem hægt að setja út og nota til að hækka flug ef ekki finnst uppstreymi, það gerir hana að spennandi kosti jafnt fyrir þá sem eru að spreyta sig á sínum fyrstu útflugum og reyndari flugmenn félagsins.
TF-TUG
Gerð Piper Pawnee
Vænghaf 11,02m
Lengd 7,55m
Hámarkshraði 188km
TF-TUG oftast nefnd "Tuggan" eða "Unna Gunna" sér um að draga svifflugur í loftið, kostirnir við flugtog umfram spiltog eru þeir að hægt er að sleppa í meiri hæð og einnig er hægt að draga svifflugur umtalsverðar vegalengdir áður en sleppt er. Einnig hefur Tuggan verið notuð til þess að draga svifflugur á loft af túnum þar sem að þær hafa lent sökum skorts á uppstreymi.
Vírus
Gerð Ford F350 L6 300 ci
Hámarkshraði 40km