Fyrsti gildi dagur landsmóts var í gær. Verkefni dagsins var: Hella-Búrfellsvirkjun-Geysir-Hella. Aðstæður voru heldur slakar, rakt loft, lág skýjahæð og ákveðin sunnanátt, sem bar hafgoluna langt inn í land. Þrír náðu þó að komast heim en fimm lentu úti. Úrslit dagsins liggja ekki enn fyrir, mótt er á munum og margs að gæta. Óvenjulegt atvik henti tvo keppendur sem urðu að lenda á túni í Þjórsárdal. Bóndinn, eigandi túnsins brást hinn versti við, taldi þá hafa valdið spjöllum á túni og heimtaði bætur fyrir. Verið er að leita sátta.
Með kveðju,
Tómas Waage
Þórir Indriða tók myndina og sendi okkur. Hún er frá undirbúningsfundi fyrir flug þenna fyrsta dag mótsins. Á myndinni, talið frá vinstri er Jón Hörður Jónsson, Ólafur Gíslason, Tómas Waage, fyrir utan verönd stendur Daníel Stefánsson, við hlið hans er Kristján Sveinbjörnsson, líkast til er það Karl Norðdahl sem rétt grillir í í hurðagættinni, eða segjum höfuðfatið hans, síðan Steingrímur Friðriksson, fínn í grænum jakka með bindi, Ásgeir Bjarnason, Theodór Blöndal og Baldur Jónsson. Strákurinn með myndatökuvél er Bergsveinn Norðdahl og síðan Steinþór Skúlason. Sá heldur tölu yfir hópnum og snýr baki í ljósmyndarann er Hólmgeir Guðmundsson.
Beðist er velvirðingar á þessu gráa svæði, en ný mynd verður sett inn um leið og hægt er.