13.7. voru flest flug aðeins 5 mínútna kennsluflug á TF-SAC, voru það aðallega flug með nemendur félagsins, þá Árna Einarsson, Helga Róbert, Baldur J. og Guðmund Ákason. Þá flaug einnig tvö flug á TF-SAS með Stefáni Sig, móðir Helga Róberts, Vilborg Helgadóttir. Voru það flugtog, en öll kennsluflug voru dregin á spili af Óla Gísla. Lengstu flug dagsins voru 2:00 hjá Sverri Th. á TF-SAX og 1:05 á sömu vél hjá Skúla Smárasyni.
14.7. voru alls sjö stört með nemendur félagsins, þar af eitt vírslit á spili hjá Árna Einarss og Sefáni Sig. Þá flaug Ragnar Eldon sitt hvort flugið á TF-SAC með Óðinn son sinn og Guðmund vin hans. TF-SAS flaug aðeins þrjú flug, öll á spili, tvö með Baldur J. og eitt með Ingólf H. Skúli Smáras. flaug 2:04 á TF-SAX og Kristinn P. 1:34 á TF-SBS, þá flaug Karl N. einnig 0:56 á sömu vél.
15.7. var mikil traffík á Sandskeiði: Þá mætti heill hópur 30 ára plús sólóista, þar voru fremst í flokki Bergþóra Garðarsdóttir, Óli Briem og Sigurbjarni Þórmundsson. Kennarar voru Benni Ragnars og Einar R. Flaug þessi hópur alls ellefu flug á TF-SAC og TF-SAS auk þess voru þrjú kennsluflug á TF-SAC. Skúli Smára flaug 2:37 á TF-SAX og Sverrir Th. 3:15 á sömu vél. Ída Þórarinsd. flaug 30 mín á TF-SAL og Ingólfur H. 10 mín. á sömu vél. Steinþór Skúlson flaug 2:25 á TF-SAS og Kristinn P. flaug 1:45 á TF-SBS.
16.7. voru bæði útflug og kennsla á Sandskeiði, alls 5 nemendur á TF-SAC og 1 á TF-SAS. Eggert N. flaug tvö flug á TF-SAG, það fyrra í 10 mín, en hitt í 3:17 m.a. upp í Grímsnes og víðar, Bergur Theódórsson flaug tvö flug á TF-SAL, annað í 36 mín. en tímann fyrir seinna flugið vantar (ca tveir tímar ???). Steinþór Skúlason flaug með farþega 1:42 á TF-SAS, Skúli Smárason flaug 1:42 á TF-SAX og Kristinn P. 2:15 á TF-SBS, þá flaug Daníel Stefánsson heimflug á TF-SPO frá Geitamel.
17.7. voru fáir á Sandskeiði þótt veður væri gott, aðeins tvö 5 mín. kennsluflug á TF-SAC og eitt á TF-SAS, ca 30 mín.
18.7. voru margir á Sandskeiði, enda veður mjög gott, alls voru flogin sjö flug á TF-SAC þar af tvö af Runólfi Sigurðssyni þar af eitt sóló. Þá voru tvö kennsluflug á TF-SAC hjá Vilhjálmi Þórðarsyni fyrrv. flugstjóra. Ingólfur H., Ólafur Helgi og Jón Hörður flugu hver um sig eitt flug á LS-4 TF-SAL, ca klukkustund hver. Þá voru tvö flug á TF-SAS og Hólmgeir flaug 1:09 á TF-SBS, Karl N. flaug einnig 0:52 á TF-SBS.
19.7. voru engin skilyrði til þess að haldast á lofti, samt voru flogin sex flug á TF-SAC , þrjú með Reyni Björnsson og þrjú með Árna Einarsson, kennari var Stefán Sig.
Karl Norðdahl