Kominn er hlekkur á vefmyndavél Vegagerðarinnar hægra megin á síðuna.
Fyrsta flug árins var í gær, 8. maí. Flogið var eitt flug á TF-SAC. Stefnt er að því að flytja vélarnar uppeftir og setja saman næstu daga.
Skrúfan af TF-SAA er týnd í hafi og ekkert til hennar spurst lengi. Formaðurinn og allir sem vettlingi geta valdið leita hennar.
Stefnt er að félagsfundi þriðjudaginn 15. maí og verður hann á Sandskeiði. Tilkynning verður sett á vefinn fljótlega.