Sumarblót Svifflugfélagsins verður haldið á morgun síðdegis, þ.e. laugardaginn 26. júní á Sandskeiði.
Mæting um og eftir 16:00 og matur upp úr kl. 18:00. Goði hofsins verður Benedikt Ragnarsson. Hornablástur, gígjarar, tvítug drápa og völva félagsins mæta á staðinn. Skjaldmeyjar vinsamlegast láti sjá sig. Skemmtun fram á kvöld.
Vopnaburður innan vallar óæskilegur og herklæði skulu skilin eftir á túnþúfunni heima. Allir velkomnir.
Hnútukast bannað.