Vikan 10. til og með 16. júní

 

Oft hefur svifflug byrjað  betur betur en þetta vor. Það hafa verið flogin umþaðbil tuttugu flug, flest stutt reyndar mjög stutt. En þar sem þetta voru allflest vorflug með kennara skipti það svo sem engu, þó stutt væru.

Flug Sigurbergs  á Alfreð Lárusi "LS4" og Daniels H. Stefánsonar ásamt Kurt Kohler fóru á Alfreð Ceres "ASK-21" eru einu flugin sem ná máli eða 1:30.

Annað gott í síðustu viku var að tveir danskir svifflugmenn þeir Helgi Had sem er forseti Konunglega danska Flugmálafélagsins og Eric Norskov skoðunarmaður sóttu okkur heim. Þeir voru hér til að framkvæma svokallaða CAMOskoðun og var því lokið á laugardag.

Pappírar fyrir fjórar svifflugur SFÍ fara til Flugmálastjórnar á mánudag. Líka vegna einhverja einkavéla. Meðfylgandi eru myndir af þeim ágætu dönsku CAMOskoðunar mönnum og vindpokanum þar sem vindhnútur hefur hnýtt upp á hann en það gerði hann í vikunni.

Framundan er að fylgast með vefmyndavél og veðri á Sandskeiði og mæta svo í flug um leið og líkur eru á svifflugveðri.

Þ.I.