Fyrsta vika ágústmánaðar

 

Upphaflega var Þórir bókaður sem startstjóri þessa viku en Friðjón (höfundur þess pistils) samdi um að skipta við hann. Reyndar tók Þórir að sé verslunarmannafrídaginn gegn því að Friðjón tók mánudaginn 10. ágúst. Skemmst er frá því að segja að ekkert var flogið nema mánudagana tvo. Þórir hefur gert frídegi verslunarmanna ágæt skil í sérstökum pistli en það er eiginlega ekki frá neinu að segja mánudaginn 10. ágúst. Flogin voru 6 flug á TF-SAC, 4 á spili og 2 flugtog. Dimona flaug einnig nokkur flug. Framan af kvöldi gekk á með skúrum en stytti síðan upp. Loftið var eins dautt og hugsast getur og um það leyti sem fólk sneri heim á leið var byrjuð að myndast dalalæða. Ritstjóri síðunnar hefur kvartað yfir því að engin mynd fylgir fréttinni. Höfundur tók engar myndir á þessum mánudegi en ákvað að koma til móts við ritstjóra með mynd af sjálfum sér frá árinu 2005.