Góð mæting á félagsfundinn

SFÍ fékk góða gesti á félagsfund í gærkvöldi, þau Sigurleif Kristjánsson og Steinunni Arnardóttur sem bæði starfa hjá ISAVIA. Umfjöllunarefnið voru loftrýmismál.


 
Sigurleifur Kristjánsson

Eins og margir vita þá er leið 3 ekki til og leið 4 er breytt. Auk þess kom ýmislegt fleira fram og skipst var á skoðunum enda öryggi svifflugmanna í húfi. Daníel H. Stefánsson, Orri Eiríksson og Steingrímur Friðriksson  munu taka að sér að koma með tillögur sem gætu stuðlað að betri lausn en uppi er.

 


Steinunn Arnardóttir

Benda má á AIP kort sem er í gildi af svæðinu. Mikilvægt er fyrir hvern og einn flugmann
að fylgjast vel með útgáfu nýrra korta. Þetta kort hangir uppi í Harðarskála og eins er rafrænn aðgangur að AIP t.d. hér á síðunni (þessi bls. er BIRK AD 2.24.11.1-1).



Kveðja,
Ída