Skyndivers að einnotahætti.
Angurblíðan fiðring fæ
flug að stunda af velli
snær á förum – fer í maí
fönn úr Vífilsfelli.
Sjálfsagt firðar finna á sér
fjöll með dulúð lokki
yfrið margir ýtar hér
og Ída fremst í flokki.
Sól við heiðan himinn sjá
hún við blaktir fáni
þarna æddi einhver hjá
ætli það sé Stjáni.
Ef svifflugu eða spil
sitthvað bagar
eflaust gerir ekkert til
Einar lagar.
Fljúga út um víðan völl
vaskir menn og fráir
sagan er þó aðeins öll
eftir að Þórir skráir.
Einatt Árni tekur flug
allt vel Árni getur
sífellt Árni sýnir dug
svífur Árni betur.
Skálinn lúinn, lotinn er
ljót og snúin girðing ver
trausti rúinn traktor ber
Tómas búinn sýnist mér.
Ef hann verður ekki of hvass
upp í hangi vokið
ríman komin upp í rass
rausinu er lokið