Síðasta flugvika var all góð, veður var mjög gott flesta daga fram til sunnudags en þá var ekki flogið. Samtals voru flogin um 60 flug á svifflugum í rúmar 40 klst. Eru þá ótalin allmörg flug á SAA.
Jóhann Skírnisson flaug sóló og efndi til sóló veislu, en Pálmi Franken og Birgir Johnson endurnýjuðu flugkunnáttu sína. Nemendur sýndu góðar framfarir undir yfirstjórn kennara félagssins. Spilið virkaði vel og ganga sögur um að náðst hafi yfir 530 metra hæð á austur-vestur brautinni. Heiðursfélaginn Sverrir flaug að venju lengi dags og var oft sá er síðast lenti. Suma daga lauk störfum ekki fyrr en undir kl. 11. Það telst ekki lengur til tíðinda þótt skroppið sé austur í sveitir, en engin met voru slegin í langflugi.
Þess er vænst að næstu startstjórar nái sama árangri hverja viku eins og ofan greinir. Margar myndir bíða birtingar vonandi koma þær í þessari viku.
Með svifflug kveðju . Árni.