Félagsfundur verður haldinn þann 11. mars kl. 20.15 á Sandskeiði (ef
veður leyfir).
Kynnt verða stækkunaráform við Harðarskála ásamt myndasýningu.
Ársskýrsla félagsins er komin á netið. Hana má nálgast hér á síðunni undir liðnum ársskýrslur.
Vekjum athygli á að verið er að safna undirskriftum vegna áskorunnar
um að bjóða litað bensín sem yrði selt án vegagjalds. Ef þannig
bensín byðist myndum við skipta að hluta eða öllu leyti yfir í þannig
bensín þar sem það er umhverfisvænna, ódýrara og betra og hentaði
betur á dráttartækin, spil og Dimonuna. Mögulega gætum við einnig
notað bílabensínið á dráttarflugvélina okkar.
Fyrir nokkrum árum sóttum við um að fá að kaupa bílabensín á sömu
kjörum og flugvélabensín. Erindinu var hafnað af fjármálaráðuneyti.
Nú hafa aðrir tekið málið upp.
hvetjum þá sem vilja, að skrá sig á síðuna http://www.atlantsolia.is/askorun.aspx
Það styttist í sumarið. Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum eru menn
gjarnan að vinna við tækin niður í Skerjafirði. Einhver verkefni eru
þar en Einar og Tommi hafa umsjón með verkum.