Íslandsmót 2010

 

Öskufall úr Eyjafjallajökli hefur valdið umtalsverðri röskun á flugstarfsemi sem kunnugt er, ofan á allt annað ríkir nú óvissa um Íslandsmótið í svifflugi vegna öskufallsins.
 
Fyrirhugað var að halda Íslandsmót í svifflugi á hefðbundnum tíma, þeas frá 2. til 11. júlí nk. Nú getur verið að askan setji strik í þær áætlanir. Í öskubylnum sem gerði þ. 4. júní var t.d. skyggni 200 m á Hvolsvelli, og ljóst að ekki er geðslegt að vera í útilegu með svifflugur við slíkar aðstæður. Nú hefur rignt nokkuð fyrir austan og von á meiri vætu svo ástandið er að skána. Hins vegar kemur ekki endanlega í ljós hvort sé mótsfært fyrr en eftir að þornar aftur, byrjar allt að fjúka aftur eða hefur öskusallinn skolast niður í jarðveginn?
 
Við hörmum þessa óvissu sem upp er komin en stefnum að því að endanleg ákvörðun um hvort mótið verður haldið muni liggja fyrir fyrri hluta næstu viku.
 
Stjórn svifflugdeildar FMÍ

 Mynd úr myndasafni en hana tók Baldur Jónsson.