Nýr matstaður í sigtinu

Kæru félagar. Það hefur verið venja að hittast á miðvikudögum, fá sér hádegisverð og taka púlsinn á svifflugsmálum og tengdum málefnum. Nokkur matargöt ákváðu að nú væri kominn tími til breytinga og eftir rússneska vinsældakosningu var samþykkt að skella sér á matsölustað ÍSÍ. Þessi staður er í næsta húsi (vestan) við Laugardalshöllina og á neðstu hæð (inngangur blámálaður). Réttur dagsins, auk súpu og salats er á 850 krónur en vilji menn frekar súpu og brauð kostar það 550 spesíur.

Vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Gúrmentkveðjur,
Ída.