Nú er það viðhaldið!

Ágætu félagar og gleðilegt nýtt svifflugár.

Nú er viðhaldsvinnan að byrja í Skerjó. Mörg verkefni eru á döfinni s.s. Unna Gunna er bíður málunar. Þá eru ýmis verkefni í gröfunni, traktornum og LS-4 auk annara verkefna.

Félagsmenn sem hafa tök á eru hvattir til að mæta á morgun laugardag í Skerjó.
Verkefni eru við allra hæfi.

Áætlað er að halda aðalfund félagsins í lok febrúar, nánar um það síðar.

Sjáumst sem flest í Skerjó.

Stjórnin