Vikan 4.-10. ágúst

Sandskeiði, 10 ágúst 2014.

Fram að þessu hefur sumarið verið með ólíkindum, rigningar hafa slegið allar 

fyrri skráningar. Frá 7. júlí til og með 10. ágúst hafa verið flogin 99 flug á 

svifflugur, sem skiptist í 43 kennsluflug og 56 einkaflug. Öll eru þessi flug í 

nágrenni Sandskeiðs. TF-SAA hefur nýts til bæði lengri og styttri flugferða, 

meðal annars var farið til Akureyrar og þar lokið kennslu fyrsta nemans samkvæmt 

nýjum reglum. Kennarinn notaði tækifærið fyrst hann var komin norður, að fara 

til Vopnafjarðar með við komu á Þórshöfn og lauk síðan ferðinni á Melgerðismelum. 

Einnig var farið til Ísafjarðar á Dímonu en annars var hún notuð til skemmri ferða. 

Það sem er komið af þessu ári hefur TF-SAA farið í 124 flug, samtals 

104 kls og 24 mínútur. Vonandi verður það sem eftir er af þessu sumri betra til 

flugs en það sem komið er. 

Þ.I.