Samskipti við þýskan svifflugklúbb

Tveir Þjóðverjar komu nýverið í heimsókn á Sandskeið og fór annar þeirra, Jens Kaschub, í gestaflug kringum Þríhjúka með Kristjáni Sveinbjörnssyni á TF-SAA. Jens Kaschub, er formaður svifflugfélagsins FSV Schwalm e.V. í Schwalmstadt, smábæ í Þýsaklandi u.þ.b. 120 km norðan við Frankfurt. Félagið var stofnað 1933 og hefur svipaðan félagafjölda og áþekkan flugflota og SFÍ, sjá  http://www.fsv-schwalm.de .

Jens Kaschub lýsti yfir áhuga á því að koma aftur til SFÍ til að fljúga svifflug og jafnframt bauð hann alla félaga í SFÍ velkomna í heimsókn og í flug hjá FSV Schwalm. Lítið mál væri að tjalda á flugvellinum auk þess sem fara mætti fótgangandi milli miðbæjar Schwalmstadt og flugvallarins. Spilstart kostar 5 evrur og flugtog í 1000 m hæð 30-40 evrur fyrir félagsmenn. Gestir frá SFÍ myndu að líkindum fá skammtímaaðild að FSV Schwalm til að njóta sömu kjara og félagsmenn. Óvenju litlar takmarkanir væru á loftrými fyrir svifflug kringum flugvöllinn miðað við það sem algengt væri í Þýskalandi. 

Jens Kaschub sagði margt áhugavert í boði fyrir svifflugmenn nálægð við Schwalmstadt s.s.:

Wasserkuppe flugsafnið og flugvöllurinn sem eru u.þ.b. 80 km suðaustan við Schwalmstadthttp://www.segelflugmuseum.de/deutsches_segelflugmuseum_4777.html

DG Flugzeugbau (áður Rolladen Schneider Flugzeugbau) sem er u.þ.b. 100 km sunnan við Frankfurt (220 km sunnan við Schwalmstadt).

Schwalmstadt á Google Maps

Heimilisfang Jens Kaschub er:
Marburger Str. 58
36304 Alsfeld

Kveðja, 
Baldur J. Baldursson