Föstudaginn 14. júlí fréttist af Baldri staðarhaldara að slá brautirnar á Geitamel. Það er gert í því skyni að þær verði klárar fyrir svifflugútilegu sem stefnt er að um næstu helgi, um 22. júlí. Auðvitað er bráðskemmtilegt að fljúga hringinn í kringum Vífilsfellið en það er líka mjög upplífgandi að breyta aðeins til og kanna nýjar slóðir. Þetta er þriðja árið í röð sem við förum í útilegu á Geitamel og tókst mjög til til í síðustu tvö skipti. Við vonumst til að sem flestir taki þátt og reynum að fara með flota sem hæfir þáttöku.