Fyrstu vikurnar í júní

 


Sandskeið 16 júní 2014.

Það hefur verið heldur rólegt í sviffluginu að undanförnu, veðrið hefur ekki hvatt til  mikilla afreka.  Þó voru væntingar um útflug tvisvar, en varð ekki.

TF-SAA Dimona fór fyrst í notkun þann 2 maí en þá var farið úr Skerjó og á Sandskeið.   Hefur hún flogið 40 flug á 35 dögum samtals í 33 og 1/2 klst.


Annað svifflug byrjaði svo 12 maí:
Fyrst á TF-SAC sem er komin með 62 flug sem eru 62 klst. 
TF-SAS er með 17 flug í 17og 1/2 klst.  TF-SAX er með tvö flug og notaði til þeirra  5 stundir og 15 mín.  TF-SWK  fór i 2 flug í 4 klst. og 10 mín.

Á Vindpokahæð ( þar sem saknað er vindpokans, sem þarf nauðsynlega að fara að komast upp) Hefir Mávurinn verið þaulsetinn að undaförnu, hvort hann er kominn með varpstöð þarna er ekki vitað en ef svo er þurfum við að koma kjarri eða lúpínu á holtið. Því Mávurinn verður ekki nema að hann sjái umhverfis sig.  

Það eru vonir að betra veður til svifflugs verði eftir Þjóðhátíðardaginn.

Kv. Þ.I.