Í gærkvöldi (23. ágúst) náði Sveinn Stefán Ragnarsson þeim áfanga að fljúga sitt fyrsta sóló. Yfirkennarinn sá um að afhenda honum einn máv eins og venjan er við slík tækifæri. Honum var gerð grein fyrir þeirri skyldu sem á honum hvílir varðandi veisluhöld en tímasetning þeirra hefur ekki verið ákveðin.
Þá náði Brynjólfur Snær Gunnarsson sama áfanga 12. ágúst. Ekki er vitað til þess að honum hafi verið gerð fyrir veisluskyldum en því er hér með komið á framfæri. Hér má sjá yfirkennarann hengja mávinn í barm Brynólfs eftir fyrsta sólóflugið.
Ég óska báðum þessum efnilegu svifflugmönnum til hamingju og vonast til þess að við eigum eftir að sjá mikið af þeim í framtíðinni.
Friðjón.