Svifflugdeild Fmí stefnir á að halda Íslandsmót í svifflugi á Hellu 2. til og með 10. júlí n.k. Viku fyrir mót verður lokaákvörðun varðandi mótið tekin. Dráttarvélar verða TF-TOG, TF-MEL og ath. verður með fleiri. Til að halda Íslandsmót þurfa sex svifflugur það minnsta að keppa. Óvíst er um að Olís muni styrkja mótið eins og undanfarin ár. Jafnframt verður skoðað að svifflugur verði búnar búnaði sem sýnir staðsetningu þeirra í rauntíma. Algengt er að fjallamenn og snjósleðar séu með slíkan búnað.
Kveðja,
Þórir Indriðason