Norrænt samstarf

SWEDANOR er samvinna Danmerkur, Finnlands, Svíþjóðar, Noregs og Íslands. Claus Nedergaard Jacobsen sér um heimasíðu fyrir verkefnið og vert að minna íslenska svifflugsmenn á hana. Ef einhver skyldi skelfast dönsku þá er síðan líka á enskri tungu. Fyrir þá sem vilja leggja land undir fót og bregða sér á námskeið erlendis er ýmislegt spennandi í boði s.s. bylgjuflug, yfirlandsflug, listflug o.fl. Síðan eru námskeið fyrir tæknilega þáttinn. Allar nánari upplýsingar s.s. um kostnað er að finna á síðunni. SWEDANOR er hægra megin á heimasíðunni okkar undir Nordic Gliding Website.

Ritstjóri.