Startstjórapistill frá má. 11.8. til su. 17.8. 2014

 

Það viðraði þokkalega til svifflugs í vikunni. Samtals var farið í 71 flug í vikunni. Þar af 32 einkaflug, 28 kennsluflug og 11 kynnisflug. Að auki var farið í nokkur flug á TF-SAA.

 

Fannar Þór Sigurðsson fór í sitt fyrsta sólóflug í góðviðrinu 13. ágúst og fór samtals í 15 flug í vikunni. Menn mega því fastlega búast við því að boðið verði upp á veglega „sóló-tertu“ einhvern næstu daga á Sandskeiði.

Matthías Matthíasson, gamall félagi í SFÍ, hélt upp á 90-ára afmæli sitt með því að fara í svifflug með Kristjáni Sveinbjörnssyni, formanni SFÍ, og var Sjónvarpið með í för, eins og sjá má á vefslóðinni http://www.ruv.is/frett/niraedur-svifflugkappi Matthías hefur stundað svifflug í 74 ár!

Vinnulið vikunnar skipuðu:

 

Sigurberg Gröndal,  Karl Norðdal, Ólafur Gíslason, Stefán S. Sigurðsson, Daníel H. Stefánsson, Skúli A. Sigurðsson, Orri Eiríksson, Hólmgeir Guðmundsson, Ólafur Gíslason, Stefán S. Sigurðsson Kristján Sveinbjörnsson, Einar Ragnarsson, Daníel H. Snorrason og Baldur J. Baldursson

Myndir frá atburðum vikunnar má sjá hér: https://www.dropbox.com/sh/j907fsq4uuwy2j6/AAA2Cnh4IOJ3SQuxDZgohT7La

 

BJB, startstjóri vikunnar