Ásgeir H. Bjarnason og Stefán S. Sigurðsson (í bakgrunn).
Þann 16. var þó nokkuð flug aðallega kennsluflug, voru þar að endurnýja Pálmi Franken og Hallgrímur Ólafsson. Einnig kom gamla kempan Björn Björnsson og flaug í S-inu og var upptendraður, hann var með son sinn Bjarka sem fór líka í flug, hans tími kemur síðar hann er svo ungur, en hefur áhuga. 20. júlí kom ungur maður í giftingarham og fór í kynnisflug á S-inu, var notaður mótor eftir spiltog til hækkunar og flugtími var 28 mín flug sem hann lét vel af, Stefán S. Sig var flugmaður. Dimonan var í þónokkra notkun þessa daga. Á mánudeginum fóru norður í land Árni Jóh og Stefán S. Sig. Dagana þar á eftir voru að hressa upp á flugþjálfun Ásgeir H. Bjarnas og Sverrir Thorláksson. Fimmtudaginn voru þeir Ásgeir H. Bjarnason og Orri Eiríks á skemmtiflugi umhverfis Tunguárbakkaflugvöll og luku svo deginum á Sandskeið. Annað var ekki þessa vikuna enda á leiðinn djúplægð sunnan úr hafi, rigning og rok var síðarihluta laugardags og sunnudag.
Kv. Þ.I.
Hallgrímur Ólafsson og Karl Norðdahl, ásamt Kristjáni formanni.