Ný stjórn - Skuldamál - Vefurinn

Sæl öll.

Aðalfundur félagsins var haldinn 12. mars 2016. Þar var kosinn nýr formaður en stjórn félagsins er að öðru leyti óbreytt. Hana skipa:
Benedikt Ragnarsson, formaður
Ásgeir H. Bjarnason
Björn Björnsson
Einar Ragnarsson
Ólafur Gíslason
Hólmgeir Guðmundsson
Skúli Axel Sigurðarson

Á fundinum var samþykkt ályktun um að allir félagar skulu vera skuldlausir við félagið þegar þeir byrja að fljúga í vor. Til þess að auðvelda þetta stefnir vefstjóri að því uppfæra flug- og skuldaupplýsingar á vefnum oftar en gert hefur verið til þessa. Nú hafa þessar upplýsingar verið uppfærðar eins og þær standa um áramót og eru félagar hvattir til að gera upp skuldir sínar sem fyrst. Þeir sem ekki hafa aðgang inn á sitt svæði á vefnum geta sent tölvupóst á fridjonb@hotmail.com og verður reynt að bregðast fljótt við óskum um aðgang.

Nýlega fór vefurinn niður í nokkra daga. Það var vegna þess að það var verið að breyta tengingunni hjá hýsingaraðila okkar í ljósleiðara til að auka hraðann. Í stuttu máli gekk þesi breyting eins illa og hægt er að hugsa sér en góðu fréttirnar eru þær að það er ólíklegt að það þurfi að hræra mikið í þessu á næstunni.
Kveðja,
Friðjón.