Vinnulið vikunnar 2. til 8. júlí
Startstjórar: |
Baldur J. B. og Þórir I. |
Spilstjóri: |
Karl N. |
Kennarar: |
Skúli A. S., Ólafur G., Ásgeir |
Flugdagar voru fimm talsins vikuna 2. til 8. júlí. Farið var í 21 flug samtals, flest einkaflug. Stöðug norð-vestan gola var flesta flugdaga og þokkalegt flugveður, en oft nokkuð lágskýjað er líða tók á kvöld. Flest flugin voru á bilinu 1 til 2 klst.
Startstjóri á því miður engar myndir frá vikunni, en lætur í staðinn nokkrar myndir fljóta með, frá 75 ára afmælishátíð Flugfélags Íslands/Flugleiða/Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, 28. maí sl., þar sem SFÍ kemur við sögu.
BJB