Á morgun sunnudag, þann 10.10., um fjögurleytið verður fram borin kjösúpa í Harðarskála. Í hana var sérstaklega valið efni, lambaket af nýslátruðu úrvalslambi af Hólsfjöllum, kartölfur úr Þykkvabænum (íslenskar rauðar), sérræktaðar gulrófur, gulrætur ræktaðar af yfirkennara Skandal (lífrænn áburður, svokallað hrossatað), súpujurtir frá suðrænum löndum og hrísgrjón frá Huang héraði í Kína.
Verið öll velkomin, aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir. Læknir verður á staðnum.
Kveðja, gjaldkeri.