Jón Hörður fór í 200 km planað flug í vikunni frá Sandskeiði að Valafelli og til baka. Flugið tók 4 tíma og 30 mínútur og væri í sjálfu sér ekki í frásögu færandi nema að hann flaug með eiginkonuna. Anna heitir hún, og var þetta var þriðja flugið hennar en fyrsta yfirlandsflugið. Þetta var hins vegar þriðja flugið hans en fyrsta planað flug. Leiðin lá yfir Hveragerði, Selfoss, Þjórsárbrú, upp Þjórsárdal yfir Búrfell og þaðan að Valafelli. Til baka var farið um Gullfoss, Geysi, Miðdalsfjall fyrir ofan Laugarvatn, Botnssúlur og Sandskeið. Hér fylgja myndir og eru þær í tímaröð.