26. – 28.7. Lítið svifflug var á Skeiðinu vegna veðurs og /eða áhugaleysis félagsmanna, nema kannski á TF-SAA . 28. júlí var dálítið flug, fimm á TF-SAC og þrjú á TF-SAS, allt spiltog, Hólmgeir togaði með ágætum. Þeir sem flugu á SAC voru nemendur félagsins: Helgi Róbert, Árni Einarsson og Reynir Björnsson, þrjú af þessum flugum voru 5 mín. flug, eitt í 18 mín. og eitt í 27 mín. Kennarar voru Stefán S. og Benni R. TF-SAS flaug Jón Atli Ólafsson (sóló í klukkustund), þá flugu Skúli Sig. og Benni R. 18 mín á SAS (business and/or pleasure?) Ennfremur flaug Skúli S. með þýskan ,,mikið floginn“ svifflugmann: Donald Kaiser, en aðeins í 5 mín. vegna áhugaleysis norðanáttarinnar, en hún datt einmitt niður á þessum mínútum.
30.7. Talsvert flogið á Skeiðinu, aðeins þrjú á TF-SAC með Baldur J. Baldursson: tvö í 5 mín og eitt í aðeins 2 mín. (alvöru vírslit!),. Kennari var Stefán S. TF-SAL flaug þrjú flug, undirritaður flaug það lengsta 2:50, ég planaði SS - Skálholt – SS en náði aðeins á Nesjavelli og rétt skreið til baka í lágmarkshæð. Jakob Fannar og Ólafur Helgi flugu einnig báðir SAL í 47 mín hvor. Helgi Har. flaug SAX í 1:09 og Theodór Bl. TF-SKG í 45 mín. TF-SAS flaug þrjú flug, tvö með Jón Atla (0:21 og 1:31) og eitt kennaraflug (Daníel H. Stefánsson með Skúla S.) aðeins í 9 mín.
31.7. Voru aðeins þrjú flug á SAC. Eitt með Árna Einarsson (0:52 með Snæbirni Erlendssyni), annað með nýjan nemanda, Aron Atla Sigurðsson í 27 mín. með Einari R. og það síðasta var Snæbjörn með Rögnvald son sinn í 10 mín. Ingólfur H. flaug í 16 mín á SAL, Óli Gísla. flaug 26 mín. með Skúla S. á Duo Discus (kennaraflug?) og Helgi Har. og Óli Gísla. á SAS (ca 30 mín?). Þá flaugu Daníel H. og Skúli S. 33 mín. á SAS (kennaraflug) og Baldur J. flaug síðasta flugið á SAS ,1:22 með Stefáni S. TF-SBS flaug 1 flug, var það Hólmgeir Guðmundsson í 31 mín.
1.8. Var aðeins eitt flug á SAC, Árni Einarsson 1:18 með Snæbirni Erlendss., í flugtogi með Þorsteini Jónssyni. Ingólfur H. flaug tvö flug á SAL (0:17 og 1:18), Einar R. 47 mín á SAX, en lengsta flug dagsins flugu bræðurnir Ásgeir H. og Georg Bjarnasynir, 4:45 á TF-SWK.
2.8. Ekki var mikið flug frá Sandskeiði (allir þreyttir eða bara í fríi ???), aðeins eitt flug á SAC í ca 25 mín. (Óli Gísla.) , Ingólfur H. flaug 1:15 á SAL, undirritaður flaug 0:50 á SBS og Ásgeir H. Bjarnason var togaður áleiðis til Geitamels á TF-SWK (Stefán S. á TUG). Lengsta flug dagsins var á Duo Discus (2:45). Var það Kristján formaður með austurrískan svifflugmann, Adolf Schmoeller. Þeir flugu langleiðina að Þingvöllum, þá að Búrfelli, svo yfir Hveragerði, síðan í Vesturhang af Henglinum og þá yfir Bláfjöll. Adolf þessi býr í Vínarborg og býður alla félagsmenn SFÍ velkomna í heimsókn.
Kveðja,
Karl Norðdahl