Vegna óhagstæðs veðurs hefur flugdeginum sem halda átti 26. maí verið frestað til 28. maí, annars í hvítasunnu. Dagskrá er óbreytt.
Catalina flugbátur hefur verið fluttur til landsins og mun hann taka þátt í sýningunni. Einnig taka þátt listflugvélar, Boeing 757 farþegaþota, þyrlur, fis, þyrla Landhelgisgæslunnar og fjöldi annarra loftfara.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.