Ágætu félagar
Nú er komið að hefðbundnu sumarstarfi félagsins og vonum við að veðrið batni og verði gott til svifflugs í sumar. Liðskipan sumarsins er í smíðum og verður birt á vefnum þegar hún er tilbúin.
Ýmsar fréttir.
Hafin er lenging grasbrautarinnar til austurs. Mun flugbrautin þannig lengjast yfir 300 metra. Mun jarðýta á frá Klæðningu grófvinna verkið en félagsmenn og starfsmenn sjá um frágang og sáningu. Félagið hefur fest kaup á gamalli traktorsgröfu til verksins og einnig til annarar notkunar.
Þá er verið að setja tvo glugga á NA horn skálans fyrir AFIS (radio) þjónustuna sem mun verða veitt á vegum félagsins þegar lokið er framkvæmdum við vélflugbrautina en áætlað er að því verki ljúki seinnipart mánuðarins.
Ráðsmaður gefur verið ráðinn á Sandskeiði, það er sá sami og í fyrra Einar Lúðvíksson síminn hans er 6980040 Hann mun sjá umýmislegt viðhald, framkvæmdir og aðstoð við flug.
Sviffugfélag Akureyrar hefur fest kaup á Twin III SL . Þessi sviffluga er tveggjasæta kennslusviffluga með 18 metra vænghaf. Þá er hún með öflugan mótor í bakinu sem kemur henni í loftið. Svifflugan er komin til landsins og verið er að skrá hana. Sjá annars http:// svifflug.is/
Þá eru fregnir um að verið sé að kaupa tvær Blanik-ar. Arngrímur hefur fest kaup á annari og einkahópur staðsettur í Borgarfirði er að kaupa aðra ásamt Vilgu dráttarflugvél.
Kveðja
Kristján