Í það heila var vikan fremur slöpp. Mánudaginn þann 14. júní var um kvöldmatarleytið arfavitlaust veður á Sandskeiði. Vindmælir fór í hviðum í 52 hnúta (ca 100 km á klst.) svo ekki var flogið það kvöldið.
Næst var miðvikudagurinn 16. júní, það var það skásta í vikunni. 13 flug aðallega æfingar vegna kennararéttinda.
Á þjóðhátíðardaginn fóru þeir hvor sitt flugið Kalli Norðdahl og Hólmgeir Guðmundsson, annað var það ekki. Næst var flogið á degi kvenréttinda þann 19. sem er líka afmælisdagur formannsins. Það voru bara þrjú flug, enda nokkrir farnir á flugdag á Akureyri.
Vikunni lauk svo sunnudaginn 20. með sex flugum sem skiptust á milli TF-SAC og TF-SAL. Það hafa sést betri flugvikur og er það vissa að betri vikur eiga eftir að koma í sumar.
Þ.I.