Flugöryggisfundur

Á flugöryggisfundi hjá Flugklúbbnum Þyt og Flugmálafélagi Íslands miðvikudagskvöldið 24. maí verður kynnt forvarnarátak í öryggi í almannaflugi. Átakið er samvinnuverkefni Samgöngustofu og Flugmálafélags Íslands.

 Fundurinn verður haldinn í flugskýli Þyts Fluggörðum og hefst kl. 20:00, allir velkomnir.

 Skoðaðar verða algengar orsakir óhappa í almannaflug á Íslandi og farið yfir almenn öryggisatriði. Skerpt verður á breytingum sem voru gerðar 2016 á sjónflugsleiðum 3 og 4 sem og breytingu á skipulagi flugs í Austursvæði og Sandskeiðssvæði.

 Kynnt verður verklag sem lagt er til að flugmenn í almannaflugi tileinki sér.

 Kynnt verður hvaða lög og reglur eru í gildi fyrir flug á Íslandi.