Örfréttir 24. maí 2012

Flugdagur verður á Reykjavíkurflugvelli laugardaginn 26. maí. Ef veður og færð (lesist ef dráttarflugvél fæst) mun formaðurinn sýna listflug á TF-SAC. Einnig er ætlunin að hafa aðrar svifflugur til sýnis. Sýningarsvæðið opnar klukkan 12 og flugsýningin verður klukkan 13 til 15.


Skrúfan af TF-SAA er komin í leitirnar og nú er bara beðið eftir skoðun og öðrum frágangi til að getað byrjað að fljúga henni.

Á félagsfundinum 22. maí hélt Skúli einstaklega áhugaverðan fyrirlestur um spilstart og þær hættur sem því fylgja. Fyrirlestur hans var byggður á reynslu og rannsóknum breska svifflugsambandsins. Settur hefur verið hlekkur hér hægra megin inn á vefsíðu þeirra. Þar er kassi hægra megin sem inniheldur slóð inn á upplýsingar fyrir klúbba og svifflugmenn.