Um skírteini svifflugmanns gildir eftirfarandi, sem er úr reglugerð nr. 400 frá 2008. Einnig hægt er að skoða upplýsingar um skírteini svifflugmanns á síðu Flugmálastjórnar Íslands.
2.9 | Skírteini svifflugmanns (Glider pilot licence). | |
2.9.1 | Skilyrði fyrir útgáfu skírteinisins (Requirements for the issue of the licence). | |
2.9.1.1 | Aldur. | |
| Umsækjandi skal ekki vera yngri en 16 ára. | |
2.9.1.2 | Þekking. | |
| Umsækjandi skal hafa sannað þekkingu sína, með bóklegu prófi hjá Flugmálastjórn eða á annan hátt sem hún viðurkennir, á tilteknum sviðum að því marki sem réttindi handhafa skírteinis svifflugmanns segja til um. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi: | |
| Lög um loftferðir | |
| a) | Reglur og reglugerðir sem varða handhafa skírteinis svifflugmanns; flugreglur, þær venjur og þá starfshætti í flugumferðarþjónustu sem við eiga. |
| Almenn þekking á loftförum | |
| b) | Undirstöðuatriði um starfrækslu kerfa í svifflugum og mælitæki þeirra. |
| c) | Takmörk þau sem sett eru starfrækslu svifflugna. Upplýsingar sem skipta máli um starfrækslu úr flughandbók eða öðrum gögnum sem við eiga. |
| Afkastageta og áætlanagerð | |
| d) | Áhrif hleðslu og dreifingar massa á flugeiginleika, vandamál sem varða massa og jafnvægi. |
| e) | Notkun og hagnýt beiting upplýsinga um afköst við flugtak, lendingu og við aðrar aðstæður. |
| f) | Gerð leiðarflugáætlana fyrir flug og meðan á flugi stendur samkvæmt reglum um sjónflug. Starfshættir og venjur í flugumferðarþjónustu, eftir því sem við á. Stilling flughæðarmæla. Flug á svæðum með mikilli flugumferð. |
| Mannleg geta | |
| g) | Mannleg geta sem varðar handhafa skírteinis svifflugmanns. |
| Veðurfræði | |
| h) | Beiting undirstöðuatriða flugveðurfræði. Notkun upplýsinga um veður og hvernig skal afla þeirra. Flughæðarmælingar. |
| Leiðsaga | |
| i) | Hagnýt atriði flugleiðsögu og staðarákvörðun eftir leiðarreikningi og áttavita. Notkun flugkorta. |
| Venjur og starfshættir | |
| j) | Notkun gagna er flug varða, svo sem AIP, NOTAM, táknmerki og skammstafanir. |
| k) | Mismunandi flugtaksaðferðir og starfshættir þar að lútandi. |
| l) | Viðeigandi varúðar- og neyðarráðstafanir, þ.m.t. hvernig forðast skal hættuleg veðurskilyrði, ókyrrð í slóð annars loftfars og aðrar hættur við stjórn loftfars. |
| Flugfræði | |
| m) | Grundvallaratriði flugfræði er varða svifflugur. |
| Fjarskipti | |
2.9.1.2.1 | Starfshættir og orðaval við notkun talstöðva í fjarskiptum að því er varðar flug samkvæmt sjónflugsreglum. Viðbrögð ef talstöðvarsamband rofnar. | |
2.9.1.3 | Reynsla. | |
2.9.1.3.1 | Umsækjandi skal hafa lokið a.m.k. 12 klst. fartíma sem flugmaður í svifflugum, þ.m.t. 5 klst. einflugstími þar sem eigi færri en 20 flugtök og lendingar skulu hafa verið framkvæmdar. Heildarfjöldi flugferða skal vera minnst 45. | |
2.9.1.3.1.1 | Þegar umsækjandi hefur áunnið sér fartíma sem flugmaður flugvéla, þyrla, eða hreyfilknúinna fisa ákveður Flugmálastjórn hvort slík reynsla skuli talin fullnægjandi og, ef svo er, að hvaða marki megi slá af kröfum um fartíma sem mælt er fyrir um í gr. 2.9.1.3.1. Meta má slíka reynslu til allt að 50% af fartímakröfum. | |
2.9.1.3.2 | Umsækjandi skal á tilteknum sviðum og undir viðeigandi umsjón hafa aflað sér reynslu við stjórn svifflugna. Sviðin skulu a.m.k. vera þessi: | |
| a) | aðgerðir þær sem framkvæma þarf fyrir flug, þ.m.t. samsetning og skoðun svifflugna, |
| b) | tækni og aðferðir við framkvæmd þeirrar flugtaksaðferðar sem beitt er hverju sinni, þ.m.t. viðeigandi flughraðatakmarkanir, neyðarráðstafanir og táknmerki sem notuð eru, |
| c) | aðgerðir í umferðarhring flugvalla, varúðarráðstafanir til að forðast árekstra, |
| d) | stjórn svifflugu eftir sýnilegum kennileitum, |
| e) | flug á öllu flugsviðinu, |
| f) | að bera kennsl á einkenni og ná svifflugu út úr frumofrisi og fullu ofrisi, svo og gormdýfu, |
| g) | flugtak, aðflug og lending við eðlilegar aðstæður og í hliðarvindi, |
| h) | landflug þar sem aðeins er stuðst við sýnileg kennileiti og ákvörðun hnattstöðu eftir leiðarreikningi og áttavita, |
| i) | neyðarráðstafanir. |
2.9.1.4 | Færni. | |
| Umsækjandi skal sanna hæfni sína, með prófi hjá prófdómurum Flugmálastjórnar eða á annan hátt sem Flugmálastjórn viðurkennir, til að sinna starfi flugstjóra svifflugu og beita þeim aðgerðum og starfsháttum sem lýst er í gr. 2.9.1.3.2 að því marki sem krafist er af handhafa skírteinis svifflugmanns, og að: | |
| a) | stjórna svifflugunni innan þeirra takmarkana sem henni eru sett, |
| b) | ljúka öllum aðgerðum af lipurð og nákvæmni, |
| c) | sýna góða dómgreind og flugmennsku, |
| d) | beita þekkingu í flugi, og |
| e) | hafa ætíð stjórn á svifflugunni á þann hátt að aldrei leiki vafi á að hlutaðeigandi aðgerð hafi heppnast vel. |
2.9.1.5 | Heilbrigði. | |
| Umsækjandi skal vera handhafi 2. flokks heilbrigðisvottorðs sem í gildi er. | |
2.9.1.6 | Reglusemi. | |
| Synja skal skírteinis þeim manni sem dæmdur hefur verið fyrir refsiverða hegðun er veitir ástæðu til að ætla að hann misfari með skírteinið. Hann skal ekki eiga óafplánaðan dóm um missi skírteinis til stjórnar loftfara, bifreiða eða annarra vélknúinna farartækja. | |
2.9.1.7 | Annað. | |
| Umsækjandi skal vera: | |
| a) | íslenskur ríkisborgari, eða |
| b) | eiga lögheimili á Íslandi, eða |
| c) | hafa stundað flugnám á Íslandi til þeirra réttinda sem sótt er um, eða |
| d) | njóta réttar hér á landi samkvæmt ákvæðum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamnings fríverslunarsamtaka Evrópu eða fríverslunarsamninga við einstök ríki. |
2.9.2 | Heimildir handhafa skírteinisins og skilyrði sem fullnægja þarf til að neyta þeirra (Privileges of the holder of the licence and the conditions to be observed in exercising such priviledges). | |
2.9.2.1 | Að því tilskildu að fullnægt sé skilyrðum þeim, sem um getur í gr. 1.2.5, 1.2.6 og 2.1, hefur handhafi skírteinis svifflugmanns heimild til þess að stjórna hvaða svifflugu sem er, svo fremi sem skírteinishafi hefur reynslu í flugtaksaðferð þeirri sem beitt er hverju sinni. | |
2.9.2.2 | Ef fljúga á með farþega skal skírteinishafi hafa lokið eigi færri en 10 stunda fartíma sem flugmaður svifflugna. | |
2.9.2.3 | Handhafa skírteinis svifflugmanns er heimilt að fljúga vélsvifflugum samkvæmt nánari reglum er Flugmálastjórn setur um vélsvifflugur. Heimildir skulu staðfestar með áritun á skírteinið. | |
2.9.2.4 | Til þess að halda réttindum sínum þarf svifflugmaður að hafa flogið a.m.k. 12 flugferðir, sem samtals eru a.m.k. 3 klst., á síðasta 24 mánaða tímabili eða standast hæfnipróf eftir nánari ákvörðun Flugmálastjórnar. | |
2.9.2.4.1 | Öll hæfnipróf skulu staðfest í flugdagbók. | |
| | |