Ársfundur og ársþing

Sumir svifflugsmenn telja dagana þar til svifflug hefst að nýju. Núna eru 44 dagar í 1. maí sem er langur tími og 75 dagar í 1. júní sem er vonlaus bið. Á aðalfundi var rætt að nota maímánuð betur og spennandi að sjá hvort það gengur eftir. Þessi tími núna er þó hefðbundin fyrir viðhaldsmál en líka tími aðalfunda. Vert er að minna á laugardaginn 22. mars, þá verður ársfundur svifflugnefndar í Skerjó klukkan 11:00 og síðar sama daga er þing Flugmálafélag Íslands sjá neðangreint:


Þing Flugmálafélags Íslands.  
Staður: Bíósalurinn á Hótel Natura (áður Loftleiðir)
Tími:13:00
Dagskrá: 
  1. Þingsetning forseta Flugmálafélagsins
  2. Kosning þingforseta og ritara
  3. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins frá síðasta þingi
  4. Skýrslur sérgreinadeilda um starfsemi þeirra frá síðasta þingi
  5. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram
  6. Lagabreytingar
  7. Kosning forseta og sjö meðstjórnenda
  8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  9. Ákvörðun árgjalds
  10. Önnur mál.  

Kveðja,
Ída