Nú er búið að uppfæra flugskrá og viðskiptaskrá eins og þær eru í dag, 30. ágúst að öðru leyti en því að síðasta skráning TF-SAA er 24. ágúst.
Ég ráðlegg öllum að skrá sig inn og fara vel yfir flug sumarsins ásamt skuldastöðunni. Eins og allir vita er gjaldkeri félagsins mikill áhugamaður um að skuldir séu gerðar upp og er þakklátur fyrir hverja einustu krónu sem í kassann kemur.
Athugasemdir, fyrirspurnir og ábendingar má senda á fridjonb@hotmail.com eða til gjaldkera á boki@simnet.is
Með svifflugkveðju,
Friðjón.