Boðaður er aðalfundur Svifflugfélags Íslands laugardaginn 29. apríl 2023.
Fundurinn verður haldinn í Harðarskála, Sandskeiði, og hefst kl. 10:00.
Dagskrá skv. samþykktum félagsins sem sjá má á http://www.svifflug.com/ og segir:
- Skýrsla um starfsemi félagsins á síðasta starfsári.
2. Reikningar lagðir fram til samþykktar.
3. Kosning formanns, meðstjórnenda og endurskoðenda.
4. Innganga nýrra félaga og samþykkt þeirra.
5. Kosning fulltrúa á þing FMÍ það ár sem þing og aðalfundur fara saman.
6. Tillögur teknar til meðferðar.
7.Ákvörðun inntökugjalds og árgjalds félagsins.
8. Önnur mál.
Úr stjórn ganga Jón Hörður Jónsson, Pálmi Franken og Steinþór Skúlason. Þeir gefa allir kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa.
Daníel H. Snorrason gefur kost á sér í áframhaldandi starf formanns félagsins.
Öðrum er frjálst að gefa kost á sér í samræmi við samþykktir félagsins.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn og taka þátt í að móta starfsemi félagsins.
Fyrir hönd stjórnar,
Daníel H. Snorrason, formaður
Fundarboð þetta er birt á Facebook síðu félaga og á svifflug.com. Einnig verður fljótlega sendur tölvupóstur til félagsmanna og nemenda. Líkur eru á að eitthvað sé um að upplýsingar um tölvupóst vanti eða séu rangar. Þeir sem telja sig eiga að fá póst en fá ekki eru beðnir um senda póst á fridjonb@hotmail.com með réttum upplýsingum um tölvupóstfang.