Undirritaður ásamt Hallgrími var skráður startstjóri þessa síðustu vinnuviku sumarsins. Við Hallgrímur skiptum vikunni á milli okkar og Baldur tók einn dag.
Skemmst er frá því að segja að frekar var þessi vika döpur, suma daga var ekki flugveður og aðra daga mættu fáir eða jafnvel engir þrátt fyrir flugveður. Hallgrímur var startstjóri föstudag og laugardag og sýnist mér nokkuð hafa verið flogið á laugardeginum.
Gleðifréttir vikunnar eru sólóflug Sveins sem lesa má um í annari frétt hér á síðunni. Mér sýnist best að minnast ekki mætingar kennara þessa vikuna en Kalli stóð vaktina á spilinu með heiðri og sóma alla dagana eins og sjá má á meðfylgjandi mynd.
Kveðja,
Friðjón.