Sumar og sól á Sandskeiði

Svifflugsumarið ætlar að byrja hægt og rólega en bjartir dagar eru framundan. Við erum nú orðin næstum klár með sumarstarfsemina þó ýmis verkefni hafi þvælst fyrir. Þegar styttir upp byrjar skipulögð kennsla með vinnuliðum, en þessa viku eru það Skúli og Teddi sem sjá um kennsluna. Nú eiga allar svifflugur félagsins að vera flughæfar en þó er eftir að setja X-ið saman. TF-TUG er loksins komin í gagnið og verður gaman að sjá hvernig hún reynist ef einhver kann þá að fljúga henni. Nú er verið að leggja lokahönd á skipulagningu vinnuliða og félagsmenn hvattir til að taka þátt í þeim og láta vita sem fyrst hvenær þeir geta verið uppfrá. 

 

Svo er bara að fljúga eins mikið og kostur er og nota þá daga sem gefast.

Sjáumst á Sandskeiði!


Kveðja, 
Kristján formaður