Vikan 1. – 7. ágúst

 

Gylfi Í. Magnússon og Sigtryggur Sigtryggsson.

Það var fremur tíðindalítið framan af vikunni enda skilyrði engin. Sölvi kom þó á svæðið með Yak vél sína. Formaður flaug  í roki og rigningu með farþega um borð sem fannst flugið fínt! Síðan skein sólin sem aldrei fyrr um helgina og voru um tíu flug báða daga, auk nokkurra fluga á Dimonuna. Sigurberg er kominn með tjékk á spilið og stóð sig með mikilli prýði. Hafsteinn Jónasson kom á TF-MAD, glæsilegri vél sem hann hefur nýlokið við að smíða. Gylfi Í. Magnússon og Sigtryggur Sigtyggsson komu að norðan á TF-SBT seinnipart sunnudag. Flugið suður tók rúma 3 tíma.

Framundan eru sólríkir dagar og hugsanlega hið besta veður. Í vinnuliði næstu viku er einvala lið: Eyjólfur, Hólmgeir, Skúli, Snæbjörn og Óli Gísla. Drífið ykkur í svifflug!

Kveðja, Ída.