Viðhald tækja og tóla hefur verið á fullu í Skerjafirði í vetur, Hólmgeir og Einar hafa verið að smíða púst á spilbílinn og laga kúplingu í gröfunni, Tómas hefur verið að sjæna Virus og Gröfuna og ryðbæta Spilbílinn. Menn hafa mætt flesta þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga en Tómas hefur verið þarna að auki meira og minna flesta daga, er búinn að mála pallinn á Virus, er langt kominn í ryðbótum á spilbílnum og að mála gröfuna. Grafan og flugturn bíða nú varhluta. Eftir ármót verður farið í að laga spil, skoða svifflugur, þrífa og bóna. SAA er á staðnum og verður byrjað á skoðun á henni á strax eftir jól. Það er pláss í Nautó ef einhver þarf að koma inn vél til skoðunar og það verður líka pláss í Skerjafirði eftir jól. Mönnum er velkomið að koma og taka að sér verkefni eða bara koma í skemmtilegar umræður. Það vantar alltaf vaskar hendur í létta vinnu þannig að það eru allir velkomnir í heimskókn.
Jólakveðja
Einar R.